Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2023 20:04 Fjölskyldan á Eyrarbakka þar sem kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu inn í þvottahúsi. Þetta eru þau Birna og Ívar Björgvinsson, ásamt sonum sínum, þeim Daníel Erni 12 ára og Ívan Gauta 11 ára. Á myndina vantar Hlyn Fannar, 17 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409 Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409
Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira