Viðskipti innlent

Rúna Dögg nýr framkvæmdastjóri Kolofon

Máni Snær Þorláksson skrifar
Rúna Dögg Cortez hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Kolofon.
Rúna Dögg Cortez hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Kolofon. Kolofon

Rúna Dögg Cortez er nýr framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Kolofon. Hún hefur starfað hjá stofunni síðan um sumarið 2021. Á þeim tíma hefur hún haldið utan um verkferla og umsjón viðskiptavina sem hönnunarstjóri stofunnar. Síðan í fyrra hefur hún einnig setið í framkvæmdastjórn stofunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hönnunarstofunni. Þar segir að Rúna sé með yfir tuttugu ára reynslu í skapandi verkefnum, bæði hjá Brandenburg og þar áður sem framkvæmdastjóri Auglýsingamiðlunar.

Hörður Lárusson, einn stofnenda Kolofon, telur góð tækifæri fylgja því að hafa Rúnu sem framkvæmdastjóra stofunnar.

„Með því að fá Rúnu í brúnna sjáum við góð tækifæri til að halda áfram að fínstilla okkur og með því ná enn betri og skemmtilegri vinnu með öllum hópnum.”

Ásamt Rúnu starfa sjö manns á Kolofon, hönnuðir og forritari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×