Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2023 12:30 Netverjar hafa kallað eftir viðbrögðum frá Justin Bieber og hann svaraði því kalli með myndbirtingu. Getty/Theo Wargo Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. Í mörg ár hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri og Hailey verið sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Hailey sögð verða fyrir neteinelti Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Þá furða margir sig á því hvers vegna eiginmaður hennar, Justin Bieber, hefur ekki stigið inn og komið eiginkonu sinni til varnar. Í þeim myndböndum sem hafa birst á TikTok síðustu vikur er meðal annars að finna augnablik þar sem Justin sést koma illa fram til Hailey og ýmsar vísbendingar um það að Justin sé í raun ennþá ástfanginn af Selenu og sé óhamingjusamur í hjónabandinu með Hailey. Eitthvað sem Justin ætti líklega sjálfur að svara fyrir, en ekki Hailey. Justin og Hailey eru ein frægustu hjón Hollywood.Getty/Jeff Kravitz Gagnrýndur fyrir að koma eiginkonunni ekki til varnar Ekki hjálpaði það svo til þegar Hailey birti fallega afmæliskveðju til eiginmannsins á meðan á öllu þessu drama stóð og Justin sýndi engin opinber viðbrögð. Þrátt fyrir að það séu allar líkur á því að Justin sé búinn að vera að styðja við bakið á eiginkonu sinni allan þennan tíma á bak við luktar dyr, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna hann hafi ekki sýnt henni neinn opinberan stuðning, á meðan netverjar hafa tætt hana í sig. Ómögulegt að gera netverjum til geðs Það vakti því mikla athygli þegar Justin birti mynd af þeim hjónum í faðmlögum á Instagram og skrifaði „ég elska þig“. Síðan þá hefur hann svo birt tvær innilegar myndir af þeim úr eftirpartýi Óskarsverðlaunanna. Virðist hann vilja sýna fram á að hjónabandið sé í blóma þrátt fyrir allt. Aðdáendur virðast þó ekki vera komnir með nóg af þessu drama, því nú finnst þeim Justin vera að deila of miklu og efast þeir jafnvel um að Justin sé í raun að setja þessar myndir inn sjálfur. Það er því nokkuð ljóst að netverjar munu halda áfram að smjatta á þessu drama alveg þar til næsti Hollywood skandall tekur við. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Ástin og lífið Tengdar fréttir Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Í mörg ár hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri og Hailey verið sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Hailey sögð verða fyrir neteinelti Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Þá furða margir sig á því hvers vegna eiginmaður hennar, Justin Bieber, hefur ekki stigið inn og komið eiginkonu sinni til varnar. Í þeim myndböndum sem hafa birst á TikTok síðustu vikur er meðal annars að finna augnablik þar sem Justin sést koma illa fram til Hailey og ýmsar vísbendingar um það að Justin sé í raun ennþá ástfanginn af Selenu og sé óhamingjusamur í hjónabandinu með Hailey. Eitthvað sem Justin ætti líklega sjálfur að svara fyrir, en ekki Hailey. Justin og Hailey eru ein frægustu hjón Hollywood.Getty/Jeff Kravitz Gagnrýndur fyrir að koma eiginkonunni ekki til varnar Ekki hjálpaði það svo til þegar Hailey birti fallega afmæliskveðju til eiginmannsins á meðan á öllu þessu drama stóð og Justin sýndi engin opinber viðbrögð. Þrátt fyrir að það séu allar líkur á því að Justin sé búinn að vera að styðja við bakið á eiginkonu sinni allan þennan tíma á bak við luktar dyr, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna hann hafi ekki sýnt henni neinn opinberan stuðning, á meðan netverjar hafa tætt hana í sig. Ómögulegt að gera netverjum til geðs Það vakti því mikla athygli þegar Justin birti mynd af þeim hjónum í faðmlögum á Instagram og skrifaði „ég elska þig“. Síðan þá hefur hann svo birt tvær innilegar myndir af þeim úr eftirpartýi Óskarsverðlaunanna. Virðist hann vilja sýna fram á að hjónabandið sé í blóma þrátt fyrir allt. Aðdáendur virðast þó ekki vera komnir með nóg af þessu drama, því nú finnst þeim Justin vera að deila of miklu og efast þeir jafnvel um að Justin sé í raun að setja þessar myndir inn sjálfur. Það er því nokkuð ljóst að netverjar munu halda áfram að smjatta á þessu drama alveg þar til næsti Hollywood skandall tekur við. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber)
Hollywood Samfélagsmiðlar TikTok Ástin og lífið Tengdar fréttir Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30