Bein útsending: Kynna yfirlýsingu nefndarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2023 09:00 Ásgeir Jónsson formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Stöð 2/Egill Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Yfirlýsing nefndarinnar var kynnt í morgun þar sem sagði meðal annars að fjármálakerfið hér landi standi traustum fótum en útlit sé fyrir að verðbólga verði þrálát. Hér að neðan má horfa á beina útsendingu þar sem nefndarmenn fjármálastöðugleikanefndar munu kynna yfirlýsingu nefndarinnar og kynna útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki, sem kom út í dag. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 15. mars 2023 Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Yfirlýsing nefndarinnar var kynnt í morgun þar sem sagði meðal annars að fjármálakerfið hér landi standi traustum fótum en útlit sé fyrir að verðbólga verði þrálát. Hér að neðan má horfa á beina útsendingu þar sem nefndarmenn fjármálastöðugleikanefndar munu kynna yfirlýsingu nefndarinnar og kynna útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki, sem kom út í dag. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 15. mars 2023 Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Rekstur kerfislega mikilvægra banka hefur gengið vel og hafa þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist. Sá vandi sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum er áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu; að miðla lánsfé og greiðslum, greina og stýra áhættu með viðhlítandi hætti, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fjármálamörkuðum er góður viðnámsþróttur innlendra fjármálafyrirtækja mikilvægur. Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst. Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti. Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að hækka gildi sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5% af innlendum áhættugrunni. Bankarnir eru vel í stakk búnir til að mæta aukinni eiginfjárkröfu og viðhalda á sama tíma framboði lánsfjár. Sveiflujöfnunaraukinn er mikilvægur þáttur í viðnámsþoli bankakerfisins. Hækkunin nú er til þess fallin að auka enn frekar á viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja í ljósi þeirrar áhættu sem byggst hefur upp og gæti raungerst á næstu misserum. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum. Nefndin áréttar mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn og styður þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát 15. mars 2023 08:43