Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Skiptum á búinu var lokið 28. febrúar 2023. Samþykktar veðkröfur að fjárhæð kr. 36.752.543 voru greiddar að fullu. Samþykktar forgangskröfur að fjárhæð kr. 73.043.026 voru greiddar að fullu. Upp í samþykktar almennar kröfur að fjárhæð kr. 625.118.694 greiddust kr. 8.361.559, eða um 1,33%
Vísir greindi frá því í september árið 2021 að Félagið Hótel Saga ehf. hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Félagið, sem er í eigu Bændasamtaka Íslands rak Hótel Sögu í Bændahöllinni við Hagatorg um áratugaskeið, en hótelinu var lokað í nóvember árið 2020. Í tilkynningu frá eigendum var áhrifum af Covid-heimsfaraldrinum kennt um.
Samkvæmt heimasíðu Bændasamtakanna var hótelreksturinn í tveimur félögum í eigu samtakanna, annars vegar Hótel Saga ehf., sem rak hótelið sjálft, og hins vegar Bændahöllinni ehf. sem rak fasteignina.
Sumarið 2021 var sagt frá því að viðræður stæðu yfir við aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á húsinu. Háskóli Íslands keypti að lokum húsnæðið og er það í dag notað undir stúdentaíbúðir sem og aðra starfsemi.