Fyrsta myndin af syninum og falleg orð um fyrrverandi eftir framhjáhaldið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. mars 2023 15:00 Khloé Kardashian og Tristan Thompson virðast vera búin að ná sáttum eftir erfiða tíma. Getty/Samett Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian birti hugljúfa afmæliskveðju til barnsföður síns Tristans Thompson eftir framhjáhald og mikið drama þeirra á milli. Þá birti hún jafnframt fyrstu myndir af sjö mánaða gömlum syni þeirra. Það er óhætt að segja að síðustu ár hafi verið Khloé erfið. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018 en nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið upp um framhjáhald Tristans. Hélt framhjá aftur og eignaðist lausaleiksbarn Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Árið 2021 ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Nokkrum dögum eftir að staðgöngumóðirin varð ólétt, komst Khloé að því að Tristan ætti einnig von á barni með annarri konu. Hann hafði þá haldið framhjá Khloé aftur. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021 og staðgöngumóðir fæddi dreng Khloé og Tristans í júlí árið 2022. Sjá: Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Það hefur því ýmislegt gengið á innan fjölskyldunnar og kom það því mörgum á óvart þegar Khloé birti kveðju á afmælisdegi Tristans í gær. Í kveðjunni fór Khloé fögrum orðum um barnsföður sinn og sagði hann meðal annars vera besta föður sem hugsast gæti. Þá birti hún myndir af honum með börnum sínum, þar á meðal fyrstu myndirnar af sjö mánaða gömlum syni þeirra. View this post on Instagram A post shared by Khloe Kardashian (@khloekardashian) Fer fögrum orðum um Tristan í afmæliskveðju „Ósk mín til þín er að þú haldir áfram að vilja bæta þig og gera betur. Vertu sterkur, góður, þolinmóður og frjáls. Haltu áfram að gera sjálfan þig og mömmu þína stolta,“ er meðal þess sem Khloé skrifar í kveðjunni. Khloé og Tristan eru ekki tekin saman á ný og minnist Khloé hvergi á þeirra samband í kveðjunni. Hún talar einungis um það hve góður Tristan er sem faðir, bróðir og frændi. Út úr kveðjunni má þó lesa að þau hafi verið að vinna úr sínum málum og ætli að halda í virðingu og vinskap barnanna vegna. Kardashian fjölskyldan búin að fyrirgefa? Á myndunum má sjá Tristan með þremur af börnum sínum; ónefndum syni og dótturinni True sem hann á með Khloé og syninum Prince sem hann á úr fyrra sambandi. Í kveðjunni er einnig að finna myndir af honum með bróður sínum og frænku. Engar myndir eru af fjórða barni Tristans sem hann eignaðist í lausaleik. Kim Kardashian, systir Khloé, og Kris Jenner, móðir Khloé, birtu einnig fallegar kveðjur til Tristans í tilefni dagsins. „Takk fyrir að vera svona sérstakur hluti af fjölskyldunni okkar. Ég elska þig svo ótrúlega mikið,“ er meðal þess sem Kris Jenner skrifar til Tristans og má því ætla að fjölskyldan sé hægt og rólega farin að taka hann í sátt á ný. Hollywood Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hafa ekki enn opinberað endanlegt nafn sonarins Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur ekki enn greint frá því hvað tæplega tíu mánaða gamall sonur hennar eigi að heita. Þau voru búin að gefa drengnum nafn sem þau hættu svo við, þar sem þeim fannst það ekki eiga nógu vel við hann. 24. nóvember 2022 14:02 Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. 30. september 2022 14:00 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Thompson sagður hafa eignast barn í lausaleik Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir. 7. desember 2021 11:51 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu ár hafi verið Khloé erfið. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018 en nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið upp um framhjáhald Tristans. Hélt framhjá aftur og eignaðist lausaleiksbarn Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Árið 2021 ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Nokkrum dögum eftir að staðgöngumóðirin varð ólétt, komst Khloé að því að Tristan ætti einnig von á barni með annarri konu. Hann hafði þá haldið framhjá Khloé aftur. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021 og staðgöngumóðir fæddi dreng Khloé og Tristans í júlí árið 2022. Sjá: Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Það hefur því ýmislegt gengið á innan fjölskyldunnar og kom það því mörgum á óvart þegar Khloé birti kveðju á afmælisdegi Tristans í gær. Í kveðjunni fór Khloé fögrum orðum um barnsföður sinn og sagði hann meðal annars vera besta föður sem hugsast gæti. Þá birti hún myndir af honum með börnum sínum, þar á meðal fyrstu myndirnar af sjö mánaða gömlum syni þeirra. View this post on Instagram A post shared by Khloe Kardashian (@khloekardashian) Fer fögrum orðum um Tristan í afmæliskveðju „Ósk mín til þín er að þú haldir áfram að vilja bæta þig og gera betur. Vertu sterkur, góður, þolinmóður og frjáls. Haltu áfram að gera sjálfan þig og mömmu þína stolta,“ er meðal þess sem Khloé skrifar í kveðjunni. Khloé og Tristan eru ekki tekin saman á ný og minnist Khloé hvergi á þeirra samband í kveðjunni. Hún talar einungis um það hve góður Tristan er sem faðir, bróðir og frændi. Út úr kveðjunni má þó lesa að þau hafi verið að vinna úr sínum málum og ætli að halda í virðingu og vinskap barnanna vegna. Kardashian fjölskyldan búin að fyrirgefa? Á myndunum má sjá Tristan með þremur af börnum sínum; ónefndum syni og dótturinni True sem hann á með Khloé og syninum Prince sem hann á úr fyrra sambandi. Í kveðjunni er einnig að finna myndir af honum með bróður sínum og frænku. Engar myndir eru af fjórða barni Tristans sem hann eignaðist í lausaleik. Kim Kardashian, systir Khloé, og Kris Jenner, móðir Khloé, birtu einnig fallegar kveðjur til Tristans í tilefni dagsins. „Takk fyrir að vera svona sérstakur hluti af fjölskyldunni okkar. Ég elska þig svo ótrúlega mikið,“ er meðal þess sem Kris Jenner skrifar til Tristans og má því ætla að fjölskyldan sé hægt og rólega farin að taka hann í sátt á ný.
Hollywood Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hafa ekki enn opinberað endanlegt nafn sonarins Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur ekki enn greint frá því hvað tæplega tíu mánaða gamall sonur hennar eigi að heita. Þau voru búin að gefa drengnum nafn sem þau hættu svo við, þar sem þeim fannst það ekki eiga nógu vel við hann. 24. nóvember 2022 14:02 Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. 30. september 2022 14:00 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Thompson sagður hafa eignast barn í lausaleik Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir. 7. desember 2021 11:51 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira
Hafa ekki enn opinberað endanlegt nafn sonarins Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur ekki enn greint frá því hvað tæplega tíu mánaða gamall sonur hennar eigi að heita. Þau voru búin að gefa drengnum nafn sem þau hættu svo við, þar sem þeim fannst það ekki eiga nógu vel við hann. 24. nóvember 2022 14:02
Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. 30. september 2022 14:00
Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30
Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07
Thompson sagður hafa eignast barn í lausaleik Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir. 7. desember 2021 11:51