Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 10:26 Laufey Lín Jónsdóttir segir að sér hafi fundist sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna. Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám. Í færslu sem Laufey birtir á samfélagsmiðlinum Twitter segir hún fylgjendum sínum frá stöðu mála. Hún segir að henni finnist viðeigandi að opna sig um málið þar sem Michelle Yeoh hlaut Óskarsverðlaunin sem besta leikkonan. Yeoh er einungis önnur konan í 95 ára sögu Óskarsverðlaunanna sem ekki er hvít til að hljóta verðlaunin í þessum flokki. Óviðeigandi að nota kínverskt letur Uppsetning Íslensku óperunnar á Madama Butterfly hefur verið afar umdeild. Umræðan hófst með því að fólk af asískum uppruna sem búsett er á Íslandi gagnrýndu sýninguna. Fólst gagnrýnin í því að leikarar sýningarinnar, sem flestir eru hvítir, hafi verið farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Þá var leikmyndin einnig gagnrýnd fyrir að innihalda kínverskt letur þrátt fyrir að sýningin eigi að eiga sér stað í Japan. Það er einmitt á meðal þess sem Laufey, sem er hálf-kínversk, gagnrýnir í sinni færslu: „Bakgrunnurinn í óperunni er með hefðbundnum kínversku letri. EKKI japönsku, sem er virkilega óviðeigandi þar sem óperan á að gerast í Japan og tengist Kína ekki að neinu leyti.“ Sárt að sjá fólk verja óperuna Laufey segir í færslunni að Íslenska óperan hafi þvertekið fyrir menningarnám eða nokkurs konar rasisma. Þá fullyrðir hún að sýningunni verði ekki breytt á neinn hátt. Í kjölfar mótmæla sem haldin voru við Hörpu fyrir helgi sagði Steinunn Ragnarsdóttir óperustjóri að eftir umræður við mótmælendur hafi verið ákveðið að gera breytingar á sýningunni. Sem dæmi ætti að tóna niður förðun í sýningunni. Auk þess væru skásettar augabrúnir og hárkollur teknar úr sýningunni. Laufey segir að sér hafi þótt sárt að fylgjast með fólki verja óperuna. „Sem ein þeirra mjög fáu af asískum uppruna sem ólust upp á Íslandi verð ég að segja hversu sárt það hefur verið að lesa í gegnum löng samtöl af fólki að verja óperuna,“ segir hún. „Allt eru þetta Íslendingar sem hafa ekki upplifað hvernig það er að vera útlendingur á Íslandi. Ég er bara hálf-kínversk en samt upplifði ég það að fólk togaði upp augun sín, kallaði mig Ching chong eða gerði grín að kínverska nafninu mínu þegar ég var barn á Íslandi.“ Hún segir að það sé skelfilegt að verða vitni að svona löguðu árið 2023. Margir Íslendingar hafi bent fingrum og sagt að vinir þeirra af asískum uppruna væru ekki móðgaðir og því ætti enginn að móðgast. „Ég er móðguð.“ „Gerið betur“ Undir lokin segist Laufey vera stolt af því að vera íslensk, hún elski landið svo mikið. „En þetta er svo mikil vanvirðing,“ segir hún. „Ég hélt við værum betri en þetta.“ Meiri umræða um kynþætti og fjölbreytileika þurfi að eiga sér stað á Íslandi. „Ef þú getur ekki ráðið fólk af asískum uppruna í asísk hlutverk, ekki þá setja upp sýningu sem inniheldur að mestu leyti asísk hlutverk.“ Að lokum segir hún að það sé mikið sem hún vilji segja en að hún vilji koma einföldum skilaboðum á framfæri: „Gerið betur.“ Sendiherra sendir stuðning Færsla Laufeyjar hefur vakið töluverða athygli. Á meðal þeirra sem tjá sig um málið í athugasemdum við færsluna er Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi en hann segist styðja Laufey til fulls. Suzuki segir þá að sökum skorti á upplýsingaöflun óperunnar virðist vera sem bandaríski sjóliðsforinginn Pinkerton, sem sýningin fjallar um, hafi lent í hliðstæðum raunveruleika. Það sé ekki bara vanvirðing við fólk af kínverskum uppruna heldur allt fólk af asískum uppruna. Íslenska óperan Kynþáttafordómar Laufey Lín Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Í færslu sem Laufey birtir á samfélagsmiðlinum Twitter segir hún fylgjendum sínum frá stöðu mála. Hún segir að henni finnist viðeigandi að opna sig um málið þar sem Michelle Yeoh hlaut Óskarsverðlaunin sem besta leikkonan. Yeoh er einungis önnur konan í 95 ára sögu Óskarsverðlaunanna sem ekki er hvít til að hljóta verðlaunin í þessum flokki. Óviðeigandi að nota kínverskt letur Uppsetning Íslensku óperunnar á Madama Butterfly hefur verið afar umdeild. Umræðan hófst með því að fólk af asískum uppruna sem búsett er á Íslandi gagnrýndu sýninguna. Fólst gagnrýnin í því að leikarar sýningarinnar, sem flestir eru hvítir, hafi verið farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Þá var leikmyndin einnig gagnrýnd fyrir að innihalda kínverskt letur þrátt fyrir að sýningin eigi að eiga sér stað í Japan. Það er einmitt á meðal þess sem Laufey, sem er hálf-kínversk, gagnrýnir í sinni færslu: „Bakgrunnurinn í óperunni er með hefðbundnum kínversku letri. EKKI japönsku, sem er virkilega óviðeigandi þar sem óperan á að gerast í Japan og tengist Kína ekki að neinu leyti.“ Sárt að sjá fólk verja óperuna Laufey segir í færslunni að Íslenska óperan hafi þvertekið fyrir menningarnám eða nokkurs konar rasisma. Þá fullyrðir hún að sýningunni verði ekki breytt á neinn hátt. Í kjölfar mótmæla sem haldin voru við Hörpu fyrir helgi sagði Steinunn Ragnarsdóttir óperustjóri að eftir umræður við mótmælendur hafi verið ákveðið að gera breytingar á sýningunni. Sem dæmi ætti að tóna niður förðun í sýningunni. Auk þess væru skásettar augabrúnir og hárkollur teknar úr sýningunni. Laufey segir að sér hafi þótt sárt að fylgjast með fólki verja óperuna. „Sem ein þeirra mjög fáu af asískum uppruna sem ólust upp á Íslandi verð ég að segja hversu sárt það hefur verið að lesa í gegnum löng samtöl af fólki að verja óperuna,“ segir hún. „Allt eru þetta Íslendingar sem hafa ekki upplifað hvernig það er að vera útlendingur á Íslandi. Ég er bara hálf-kínversk en samt upplifði ég það að fólk togaði upp augun sín, kallaði mig Ching chong eða gerði grín að kínverska nafninu mínu þegar ég var barn á Íslandi.“ Hún segir að það sé skelfilegt að verða vitni að svona löguðu árið 2023. Margir Íslendingar hafi bent fingrum og sagt að vinir þeirra af asískum uppruna væru ekki móðgaðir og því ætti enginn að móðgast. „Ég er móðguð.“ „Gerið betur“ Undir lokin segist Laufey vera stolt af því að vera íslensk, hún elski landið svo mikið. „En þetta er svo mikil vanvirðing,“ segir hún. „Ég hélt við værum betri en þetta.“ Meiri umræða um kynþætti og fjölbreytileika þurfi að eiga sér stað á Íslandi. „Ef þú getur ekki ráðið fólk af asískum uppruna í asísk hlutverk, ekki þá setja upp sýningu sem inniheldur að mestu leyti asísk hlutverk.“ Að lokum segir hún að það sé mikið sem hún vilji segja en að hún vilji koma einföldum skilaboðum á framfæri: „Gerið betur.“ Sendiherra sendir stuðning Færsla Laufeyjar hefur vakið töluverða athygli. Á meðal þeirra sem tjá sig um málið í athugasemdum við færsluna er Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi en hann segist styðja Laufey til fulls. Suzuki segir þá að sökum skorti á upplýsingaöflun óperunnar virðist vera sem bandaríski sjóliðsforinginn Pinkerton, sem sýningin fjallar um, hafi lent í hliðstæðum raunveruleika. Það sé ekki bara vanvirðing við fólk af kínverskum uppruna heldur allt fólk af asískum uppruna.
Íslenska óperan Kynþáttafordómar Laufey Lín Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent