Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 23:39 Trump tengir gagnrýni Pence á framgöngu sína 6. janúar 2021 við að honum vegni ekki nógu vel í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20