Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 07:01 Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. Vísir/Sigurjón Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira