Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 07:01 Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. Vísir/Sigurjón Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira