Nauðsyn en ekki forréttindi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. mars 2023 16:30 Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun