Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi Magnús Guðmundsson, Sigfinnur Mikaelsson og Benedikta Svavarsdóttir skrifa 12. mars 2023 14:30 Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör. Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð. Skoðum eftirfarandi athugasemd Múlaþings "Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu, strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi. Allir sem vilja láta sig varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. " Samþykkt með 4 atkvæðum 2(PH. ÞÓ) eru á móti 1(ÁHB) sat hjá. Stjórnsýsla á villigötum Er ekki sveitarstjórnarfólk að misskilja til hvers það er kosið? Þið hafið fullan rétt á og eigið að senda inn athugasemdir þegar þverbrjóta á lög og reglugerðir í sveitarfélaginu, en sleppið því og hvetjið aðra til að gera það. Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð við uppbyggingu nýs sveitarfélags. Minnum líka á að þegar sjókvíaeldis fyrirtækin ókyrrast þá hóta þau skaðabótamáli vegna uppbyggingarinnar. Með því að samþykkja eldi í firðinum á vafasömum forsendum er líka verið að taka áhættu á margmilljarða málsóknum eldisfélaganna ef eitthvað breytist síðar og eldið verður lagt af með lögum. Íbúalýðræðið 75% íbúa Seyðisfjarðar eru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Skv. fundargerð Heimastjórnar Seyðisfjarðar 08.03.2023 er engin bókun um að heimastjórnin taki mark á þessari afdráttarlausu niðurstöðu. Við treystum því að minni hluti sveitarstjórnar geri það. En hvað með meirihlutann? Ætlar hann að halda áfram að styðja við algerlega siðlausan yfirgang Ice Fish Farm, við að troða með öllum tiltækum ráðum sjókvíaeldi í Seyðisfjörð, og taka þar með fullan þátt í að brjóta lög og reglur, í stað þess að virða íbúalýðræðið í Múlaþingi? Fjögur sveitarfélög með misjafnan bakgrunn og þarfir, sem eiga að sameinast undir einu þaki, þurfa öll að fá að þróast, dafna og blómstra á sínum forsendum ef sameinað sveitarfélag á að vera fallegt og eiga sér framtíð. Þið takið alla vega ekki einn úr fjögurra manna bekk og setjið hann út í horn eða vaðið yfir hann á skítugum skónum og hreinlega berjið til hlýðni. Fallegt – NEI. Gamli bær, byggðin mín Seyðisfjarðarhöfn er önnur stærsta millilanda ferðamannagátt landsins og fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfnin. 92% allra ferðamanna, sem koma um Egilstaðaflugvöll koma á Seyðisfjörð, til að skoða gömul hús, sem mörg hýsa góða veitingastaði og gistingar. Þar er líka listalýðháskóli og fræðasetrið á Skálanesi, sem hvort tveggja hefur laðað að sér fólk frá mismunandi löndum. Eigum við að tala um Bláu kirkjuna, Regnbogastræti https://www.youtube.com/watch?v=w6_obauULw0 og auglýsingu Inspired by Iceland https://www.youtube.com/watch?v=f88UJyCA__M. Allt þetta hefur kynnt Seyðisfjörð fyrir fólki úr öllum heimshornum, og gert hann að þeim sérstaka bæ sem hann er. Seyðisfjörður var fyrstur til að styðja hinsegin samfélagið með regnbogastræti, og hellurnar í því eru ekkert verksmiðjudót. Þær voru handunnar í áhaldahúsinu á sínum tíma að nokkrum pjökkum og einn þeirra er starfsmaður enn í dag. Sjókvíaeldi á ekki heima í þessum fagra bæ. Af hverju styður Múlaþing ekki Seyðisfjörð til að vaxa áfram og dafna á sínum forsendum? Falleg framtíðarsýn Eða eins og Seyðfirðingurinn Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SVN orðaði svo vel 16. janúar 2021 eftir skriðuföllin miklu:„Á síðustu árum hefur Seyðisfjörður fest sig í sessi sem menningar- og ferðamannabær. Að koma heim á heitum sumardögum er dásemdin ein, þar sem fjölþjóðlegt mannlíf nýtur sín í skjóli tignarlegra fjallanna sem umvefja byggðina með logni á fögrum sumarkvöldum. Fólk upplifir fegurðina í stillunni við ánna og nýtur lífsins.Sagan og menningin sem bærinn hefur að geyma á að vera grunnur að framtíðaruppbyggingu Seyðisfjarðar. Fegurðin í kringum bæjarstæðið er einstök, hana ber að fanga í framtíðarskipulagi bæjarins út frá lóninu og upp með ánni. Náttúran er líka einstök til útiveru, fjallgöngur, fjörðurinn lygn, lognið algjört, sumarkvöldin þar sem austfjarðaþokan sveipar hulu sinni yfir bæinn.“ Baráttan er ekki búin Við hjá VÁ munum alla vega nota kraftinn í firðinum okkar fagra, til að berjast áfram við að vernda og umvefja hann. Við finnum fyrir miklum stuðningi víða að. Í nýrri könnun er 61% landsmanna andvígir sjókvíaeldi. Á þessari mynd er ytri höfnin í Seyðisfirði með þrem kvíastæðum sem hvert er 1.800 * 500 m. Það er eðlileg stærð fyrir umsókn Ice Fish Farm um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Breiddin frá Borgartanga og yfir fjörðinn við innsta kvíastæðið er um 880 m og til samanburðar er siglingaleiðin frá Sundahöfn út í Viðey sú sama. Sjá menn fyrir sér sjókvíaeldi þar, sem lokar aðkomu bæði Samskipa og Eimskipa? Skyldi innviðaráðherra samþykkja það? Höfundar eru félagsmenn i VÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör. Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð. Skoðum eftirfarandi athugasemd Múlaþings "Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu, strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi. Allir sem vilja láta sig varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. " Samþykkt með 4 atkvæðum 2(PH. ÞÓ) eru á móti 1(ÁHB) sat hjá. Stjórnsýsla á villigötum Er ekki sveitarstjórnarfólk að misskilja til hvers það er kosið? Þið hafið fullan rétt á og eigið að senda inn athugasemdir þegar þverbrjóta á lög og reglugerðir í sveitarfélaginu, en sleppið því og hvetjið aðra til að gera það. Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð við uppbyggingu nýs sveitarfélags. Minnum líka á að þegar sjókvíaeldis fyrirtækin ókyrrast þá hóta þau skaðabótamáli vegna uppbyggingarinnar. Með því að samþykkja eldi í firðinum á vafasömum forsendum er líka verið að taka áhættu á margmilljarða málsóknum eldisfélaganna ef eitthvað breytist síðar og eldið verður lagt af með lögum. Íbúalýðræðið 75% íbúa Seyðisfjarðar eru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Skv. fundargerð Heimastjórnar Seyðisfjarðar 08.03.2023 er engin bókun um að heimastjórnin taki mark á þessari afdráttarlausu niðurstöðu. Við treystum því að minni hluti sveitarstjórnar geri það. En hvað með meirihlutann? Ætlar hann að halda áfram að styðja við algerlega siðlausan yfirgang Ice Fish Farm, við að troða með öllum tiltækum ráðum sjókvíaeldi í Seyðisfjörð, og taka þar með fullan þátt í að brjóta lög og reglur, í stað þess að virða íbúalýðræðið í Múlaþingi? Fjögur sveitarfélög með misjafnan bakgrunn og þarfir, sem eiga að sameinast undir einu þaki, þurfa öll að fá að þróast, dafna og blómstra á sínum forsendum ef sameinað sveitarfélag á að vera fallegt og eiga sér framtíð. Þið takið alla vega ekki einn úr fjögurra manna bekk og setjið hann út í horn eða vaðið yfir hann á skítugum skónum og hreinlega berjið til hlýðni. Fallegt – NEI. Gamli bær, byggðin mín Seyðisfjarðarhöfn er önnur stærsta millilanda ferðamannagátt landsins og fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfnin. 92% allra ferðamanna, sem koma um Egilstaðaflugvöll koma á Seyðisfjörð, til að skoða gömul hús, sem mörg hýsa góða veitingastaði og gistingar. Þar er líka listalýðháskóli og fræðasetrið á Skálanesi, sem hvort tveggja hefur laðað að sér fólk frá mismunandi löndum. Eigum við að tala um Bláu kirkjuna, Regnbogastræti https://www.youtube.com/watch?v=w6_obauULw0 og auglýsingu Inspired by Iceland https://www.youtube.com/watch?v=f88UJyCA__M. Allt þetta hefur kynnt Seyðisfjörð fyrir fólki úr öllum heimshornum, og gert hann að þeim sérstaka bæ sem hann er. Seyðisfjörður var fyrstur til að styðja hinsegin samfélagið með regnbogastræti, og hellurnar í því eru ekkert verksmiðjudót. Þær voru handunnar í áhaldahúsinu á sínum tíma að nokkrum pjökkum og einn þeirra er starfsmaður enn í dag. Sjókvíaeldi á ekki heima í þessum fagra bæ. Af hverju styður Múlaþing ekki Seyðisfjörð til að vaxa áfram og dafna á sínum forsendum? Falleg framtíðarsýn Eða eins og Seyðfirðingurinn Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SVN orðaði svo vel 16. janúar 2021 eftir skriðuföllin miklu:„Á síðustu árum hefur Seyðisfjörður fest sig í sessi sem menningar- og ferðamannabær. Að koma heim á heitum sumardögum er dásemdin ein, þar sem fjölþjóðlegt mannlíf nýtur sín í skjóli tignarlegra fjallanna sem umvefja byggðina með logni á fögrum sumarkvöldum. Fólk upplifir fegurðina í stillunni við ánna og nýtur lífsins.Sagan og menningin sem bærinn hefur að geyma á að vera grunnur að framtíðaruppbyggingu Seyðisfjarðar. Fegurðin í kringum bæjarstæðið er einstök, hana ber að fanga í framtíðarskipulagi bæjarins út frá lóninu og upp með ánni. Náttúran er líka einstök til útiveru, fjallgöngur, fjörðurinn lygn, lognið algjört, sumarkvöldin þar sem austfjarðaþokan sveipar hulu sinni yfir bæinn.“ Baráttan er ekki búin Við hjá VÁ munum alla vega nota kraftinn í firðinum okkar fagra, til að berjast áfram við að vernda og umvefja hann. Við finnum fyrir miklum stuðningi víða að. Í nýrri könnun er 61% landsmanna andvígir sjókvíaeldi. Á þessari mynd er ytri höfnin í Seyðisfirði með þrem kvíastæðum sem hvert er 1.800 * 500 m. Það er eðlileg stærð fyrir umsókn Ice Fish Farm um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Breiddin frá Borgartanga og yfir fjörðinn við innsta kvíastæðið er um 880 m og til samanburðar er siglingaleiðin frá Sundahöfn út í Viðey sú sama. Sjá menn fyrir sér sjókvíaeldi þar, sem lokar aðkomu bæði Samskipa og Eimskipa? Skyldi innviðaráðherra samþykkja það? Höfundar eru félagsmenn i VÁ
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun