Óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 12:09 Haraldur Þorleifsson segir að lífið sé of stutt fyrir neikvæðni. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segist óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter. Töluvert hefur verið fjallað um mál Haraldar sem bauð Elon Musk, eiganda Twitter og ríkasta manni heims, birginn í vikunni vegna starfsloka hans, sem ekki varð af. „Þetta hafði voða lítil áhrif á mig,“ segir Haraldur sem var til viðtals í Silfrinu á RÚV. „Það er þægilegt með svona mál að maður getur bara slökkt á símanum og farið að leika með krökkunum,“ segir Haraldur einnig. Hann kveðst óviss um hvernig málum hans hjá samfélagsmiðlinum Twitter muni ljúka. „Það þarf að ljúka þessu einhvern veginn og ég þarf bara að finna út úr því hvað ég vil gera,“ segir hann en hann hefur ekki miklar áhyggjur af starfslokunum að öðru leyti. „Hann er áhugaverður,“ segir Haraldur um Elon Musk. Auðjöfurinn bað Harald afsökunar í síðustu vikur eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter um starfslok Haraldar. Þær deilur hófust eftir að Haraldur leitaði svara hjá Musk um hvort honum hafi í raun og veru verið sagt upp. Haraldur var spurður út í þau ýmsu samfélagslegu verkefni sem hann hefur unnið að síðustu ár. „Ef ég er góður í einhverju, þá er það að fá aðra til að gera hlutina fyrir mig. Þannig ég tek þátt í alls konar verkefnum en yfirleitt eru það annað fólk sem gerir alla vinnuna. Þannig ég slepp yfirleitt frekar vel frá þessu.“ Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Haraldar sem bauð Elon Musk, eiganda Twitter og ríkasta manni heims, birginn í vikunni vegna starfsloka hans, sem ekki varð af. „Þetta hafði voða lítil áhrif á mig,“ segir Haraldur sem var til viðtals í Silfrinu á RÚV. „Það er þægilegt með svona mál að maður getur bara slökkt á símanum og farið að leika með krökkunum,“ segir Haraldur einnig. Hann kveðst óviss um hvernig málum hans hjá samfélagsmiðlinum Twitter muni ljúka. „Það þarf að ljúka þessu einhvern veginn og ég þarf bara að finna út úr því hvað ég vil gera,“ segir hann en hann hefur ekki miklar áhyggjur af starfslokunum að öðru leyti. „Hann er áhugaverður,“ segir Haraldur um Elon Musk. Auðjöfurinn bað Harald afsökunar í síðustu vikur eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter um starfslok Haraldar. Þær deilur hófust eftir að Haraldur leitaði svara hjá Musk um hvort honum hafi í raun og veru verið sagt upp. Haraldur var spurður út í þau ýmsu samfélagslegu verkefni sem hann hefur unnið að síðustu ár. „Ef ég er góður í einhverju, þá er það að fá aðra til að gera hlutina fyrir mig. Þannig ég tek þátt í alls konar verkefnum en yfirleitt eru það annað fólk sem gerir alla vinnuna. Þannig ég slepp yfirleitt frekar vel frá þessu.“
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira