Hvar eru útverðir mannréttindanna? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. mars 2023 07:00 ,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun