„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 16:29 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær. Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44