Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast klukkan 12.

Formaður Sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum.

Við ræðum við formann Sjómannafélagsins í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá ræðum við við þingmann Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, sem segir það réttlætismál að frumvarp hennar um sorgarleyfi fái fram að ganga. Um hundrað börn missa foreldri sitt á hverju ári á Íslandi. 

Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruðm nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×