Fram hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar verður Rúnar þar kynntur til leiks hjá félaginu.
Rúnar hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö ár en gengur í raðir Fram eftir tímabilið. Hann er uppalinn hjá félaginu og lék með því til 2009 þegar hann fór í atvinnumennsku.
Rúnar lék sem atvinnumaður í tólf ár, fyrst í Þýskalandi með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen, Hannover-Burgdorf og svo með Ribe-Esbjerg í Danmörku í þrjú ár.