Viðskipti innlent

Lauf­ey nýr mann­auðs­stjóri Icewear

Atli Ísleifsson skrifar
Laufey Guðmundsdóttir.
Laufey Guðmundsdóttir. Vísir/Hulda Margrét

Laufey Guðmundsdóttir, verslunarstjóri hjá Icewear, hefur verið ráðin mannauðsstjóri fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Laufey sé með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands, diploma í ferðamálafræðum frá Hólum, meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og viðurkenndur sérfræðingur í fræðslustjórnun frá Akademias.

Laufey hefur starfað sem verslunarstjóri hjá Icewear en tekur nú við sem mannauðsstjóri.

Icewear selur útivistarfatnað til erlendra ferðamanna en er í dag einnig eitt stærsta vörumerkið í útivistarfatnaði á íslenskum markaði. Starfsfólk telur í dag um 260 manns en verslanir Icewear eru 22 talsins og staðsettar hringinn í kringum landið, í Reykjavík, Akureyri, Vestmanneyjum, Vík í Mýrdal, Þingvöllum og við Goðafoss ásamt heildsölu og vefverslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×