Dýrustu fasteignir sem seldar voru á Íslandi árið 2022 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. mars 2023 11:34 Þessar eignir eru á meðal þeirra dýrustu sem seldust á síðasta ári. samsett Ein dýrasta fasteign sem seldist á síðasta ári fór á hvorki meira né minna en 620 milljónir. Eignina er að finna í myndbandi sem fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman þar sem farið er yfir níu af dýrustu eignum sem seldust árið 2022. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022 Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00
Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00