Viðskipti innlent

Elísabet til Haga

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet Austmann.
Elísabet Austmann. Hagar

Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og sam­skipta­mál­um Haga á breiðum grunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Þar segir að Elísabet komi til Haga frá BIOEFFECT þar sem hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og meðal annars leitt markaðs- og vörumerkjauppbyggingu á húðvörulínu BIOEFFECT á innlendum og erlendum mörkuðum. 

„Elísa­bet hef­ur áratuga reynslu af markaðsmá­l­um og vörumerkj­a­stýr­ingu, meðal annars við markaðssetningu ís­lenskr­a vara og þjón­ustu á innlendum og er­lend­um mörkuðum. Áður starfaði Elísabet fyrir Marel á Íslandi og í Danmörku þar sem hún meðal annars vann að endurmörkun, sem og upp­bygg­ingu og inn­leiðingu á sýn­ing­ar- og þjálf­un­ar­hús­næði fyrirtækisins.Þar áður starfaði Elísabet hjá Glitni og Ölgerðinni.

Elísa­bet, sem er alþjóðamarkaðsfræðing­ur með MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík, mun hefja störf fyrir Haga í apríl næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×