Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 23:30 Ja Morant sleppur með skrekkinn eftir atvikið á næturklúbbnum. Vísir/Getty Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023 NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023
NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira