Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 23:30 Ja Morant sleppur með skrekkinn eftir atvikið á næturklúbbnum. Vísir/Getty Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023 NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira