Alþjóðadagur kvenna Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2023 20:01 Í dag á alþjóðadegi kvenna er yfirskrift dagsins „Embrace Equity“ en hvað þýðir það? Ég átti í nokkrum vandræðum við að koma þessu orði, „equity“, yfir á íslensku. Jafnræði, jöfnuður, jöfnun, að jafna voru þau hugtök sem helst komu upp í hugann. Að jafna getur í tilliti til fötlunar verið viðeigandi aðlögun til að jafna aðstæður og hlut milli einstaklinga. Það getur svo leitt til þess að samfélagið verði inngilt þar sem öll eru velkomin. Jöfnun eða jafnræði snýst um að skilja og viðurkenna að öll erum við ólík og við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað áskoranir og hindranir fyrir til dæmis fatlað fólk. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjörn tækifæri til að ná árangri óháð bakgrunni eða aðstæðum. Jöfnun/jafnræði er hægt að skilgreina þannig að öllum sé veitt það sem þau þurfa til að ná árangri. Með öðrum orðum, það er ekki að gefa öllum nákvæmlega það sama. Ef við gefum öllum nákvæmlega það sama, og gerum ráð fyrir að það muni gera fólk jafnt, gerir það ráð fyrir að allir hafi byrjað á sama stað - og þetta getur verið mjög ónákvæmt vegna þess að folk er mismunandi. Hugtakið „sanngirni“ getur orðið erfitt þar sem oft er gert ráð fyrir að það þýði að allir fái það sama. Jafnrétti er ekki það sama og jöfnun/jafnræði. Það er t.d. óhugsandi að gefa tveimur einstkalingum, öðrum blindum og hinum sjáandi , bók til að lesa og segja að jafnt sé á komið með þeim þar sem þeir hafi báðir fengið bók. Til að jafna leikinn þarf að taka tillit til aðstæðna einstaklinganna. Blindur einstaklingur ætti að fá hljóðbók til að hlusta á meðan hinn sjáandi fengi lesbók, svo getur hljóðbók hentað báðum. Sú lausn myndi hinsvegar alls ekki henta heyrnarlausum eða heyrnaskertum. Það þarf því að hugsa í lausnum og hafa þarf misjafnar þarfir mismunandi fólks í huga. Það sama gildir ekki fyrir alla og réttlæti og sanngirni er aðeins náð þegar aðstæður fólks til upplifunar eða annarra hluta eru leystar á mismunandi hátt fyrir allskonar einstaklinga. Þannig njóta þeir til jafns við aðra. Þetta er í daglegu tali kallað viðeigandi aðlögun og þetta er réttlátt og sanngjarnt. Ég hef nú notað hjólastól í 15 ár, eða frá árinu 2007 og það sem ég hef lært og tileinkað mér á þeirri vegferð er ekkert lítið. Það er ýmislegt sem ég get ekki eins og áður, en það er líka margt sem ég get gert með öðrum aðferðum. Ég get vel farið út að hjóla fái ég farartæki sem dugar mér, t.d. handhjól sem jafnvel er rafknúið. Þannig gæti ég, og margir aðrir fatlaðir, notið útivistar og hreyfingar og samveru með öðrum. Það er nefnilega ekki þannig að fatlað fólk eigi að vera aðgreint frá samfélaginu í ýmsum úrræðum þar sem það sést ekki. Ekki frekar en konur eigi að vera alfarið heima – bak við eldavélina- eins og einhver miðaldra karlmaðurinn komst að orði. Við þurfum líka að meðtaka og breyta viðhorfi okkar gagnvart orðinu fötlun – því fötlun nær yfir svo ótrúlega margt, geðsjúkdóma, MND, mænuskaða, blindu, heyrnaleysi, vöðvarýrnun, þroskahömlun, ADHD o.s.frv. Það getur verið mikil fötlun og valdið einstaklingi verulegum erfiðleikum í lífinu að vera mjög lesblindur og fá ekki verkfæri til að „díla“ við lesblinduna. Það er ekki langt síðan einstaklingar voru afskrifaðir í skóla vegna lesblindu og þeir settir í tossabekki, eldklárir og skapandi einstaklingar sem kerfið skilaði brotinni sjálfsmynd og brostnum framtíðarvonum. Þarna tala ég um falda fötlun sem sést ekki utan á fólki. Sem betur fer hefur okkur farið fram þannig að í dag fá flest börn aðstoð og geta því haldið nokkuð heil út í lífið. Við sem samfélag erum að missa af frábærum, öflugum einstaklingum þegar við hugsum ekki út fyrir boxið, hugsum ekki í lausnum heldur í vandamálum og útilokum þar með fullt af fólki frá tækifærum lífsins. Og það er stór missir. Fatlaðar konur og fatlað fólk yfirleitt á erfitt með að fá störf við hæfi. Þar spila fordómar og þekkingarleysi stórt hlutverk. Bjóða þarf sveigjanleg störf og viðeigandi aðlögun og umfram allt þarf samfélagið að sýna hugrekki og takast á við að tryggja möguleika fatlaðra kvenna til atvinnuþátttöku. Ég trúi því að við getum flest verið sammála um að vinnustaðir séu líklegri til árangurs og betri afkomu sem hafa á að skipa fjölbreyttri flóru starfsfólks, bæði fólks af erlendum uppruna, konur, karlar, kynsegin og hinsegin, og fatlað fólk sem getur verið allt það sem upp er talið, með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar koma mörg sjónarmið og sjónarhorn saman. Þar er víðsýni mikil og fólk með allskonar lausnir og nýjar nálganir á ýmis mál sem upp koma. Það er dýrmætt fyrir fyrirtæki og það er dýrmætt fyrir samfélagið. ÖBÍ réttindasamtök hafa barist lengi fyrir bættri stöðu fatlaðs fólks en í þeim hópi standa t.d. fatlaðar konur verst gagnvart hverskyns mismunun og ofbeldi. Breytum því! Konur um og yfir fimmtugt er sá hópur sem kemur stærstur inn á örorku á hverju ári, og við verðum að skilja hvað veldur og við verðum að gera úrbætur. Þessar konur eiga það flestar sammerkt að vera einstæðar mæður, hafa unnið láglaunastörf, jafnvel fleira en eitt og hafa að auki annast um nákominn ættingja. Það er ekki boðlegt að konur missi heilsu og starfsþrek á besta aldri sökum þrælkunar. Breytum því! Þið kæru konur, þið eruð hreyfiaflið, þið getið breytt svo miklu. Þið getið jafnað möguleika fólks, ráðið inn fatlað fólk – allskonar fólk í ykkar fyrirtæki og vinnustaði. Greitt götu þeirra sem þurfa viðeigandi aðlögun, jöfnun og sanngirni. Þið getið skapað verðmæti sem er dýrmætara en margt annað – samfélag þar sem öll tilheyra. Til hamingju með alþjóðadag kvenna! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðadegi kvenna er yfirskrift dagsins „Embrace Equity“ en hvað þýðir það? Ég átti í nokkrum vandræðum við að koma þessu orði, „equity“, yfir á íslensku. Jafnræði, jöfnuður, jöfnun, að jafna voru þau hugtök sem helst komu upp í hugann. Að jafna getur í tilliti til fötlunar verið viðeigandi aðlögun til að jafna aðstæður og hlut milli einstaklinga. Það getur svo leitt til þess að samfélagið verði inngilt þar sem öll eru velkomin. Jöfnun eða jafnræði snýst um að skilja og viðurkenna að öll erum við ólík og við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað áskoranir og hindranir fyrir til dæmis fatlað fólk. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjörn tækifæri til að ná árangri óháð bakgrunni eða aðstæðum. Jöfnun/jafnræði er hægt að skilgreina þannig að öllum sé veitt það sem þau þurfa til að ná árangri. Með öðrum orðum, það er ekki að gefa öllum nákvæmlega það sama. Ef við gefum öllum nákvæmlega það sama, og gerum ráð fyrir að það muni gera fólk jafnt, gerir það ráð fyrir að allir hafi byrjað á sama stað - og þetta getur verið mjög ónákvæmt vegna þess að folk er mismunandi. Hugtakið „sanngirni“ getur orðið erfitt þar sem oft er gert ráð fyrir að það þýði að allir fái það sama. Jafnrétti er ekki það sama og jöfnun/jafnræði. Það er t.d. óhugsandi að gefa tveimur einstkalingum, öðrum blindum og hinum sjáandi , bók til að lesa og segja að jafnt sé á komið með þeim þar sem þeir hafi báðir fengið bók. Til að jafna leikinn þarf að taka tillit til aðstæðna einstaklinganna. Blindur einstaklingur ætti að fá hljóðbók til að hlusta á meðan hinn sjáandi fengi lesbók, svo getur hljóðbók hentað báðum. Sú lausn myndi hinsvegar alls ekki henta heyrnarlausum eða heyrnaskertum. Það þarf því að hugsa í lausnum og hafa þarf misjafnar þarfir mismunandi fólks í huga. Það sama gildir ekki fyrir alla og réttlæti og sanngirni er aðeins náð þegar aðstæður fólks til upplifunar eða annarra hluta eru leystar á mismunandi hátt fyrir allskonar einstaklinga. Þannig njóta þeir til jafns við aðra. Þetta er í daglegu tali kallað viðeigandi aðlögun og þetta er réttlátt og sanngjarnt. Ég hef nú notað hjólastól í 15 ár, eða frá árinu 2007 og það sem ég hef lært og tileinkað mér á þeirri vegferð er ekkert lítið. Það er ýmislegt sem ég get ekki eins og áður, en það er líka margt sem ég get gert með öðrum aðferðum. Ég get vel farið út að hjóla fái ég farartæki sem dugar mér, t.d. handhjól sem jafnvel er rafknúið. Þannig gæti ég, og margir aðrir fatlaðir, notið útivistar og hreyfingar og samveru með öðrum. Það er nefnilega ekki þannig að fatlað fólk eigi að vera aðgreint frá samfélaginu í ýmsum úrræðum þar sem það sést ekki. Ekki frekar en konur eigi að vera alfarið heima – bak við eldavélina- eins og einhver miðaldra karlmaðurinn komst að orði. Við þurfum líka að meðtaka og breyta viðhorfi okkar gagnvart orðinu fötlun – því fötlun nær yfir svo ótrúlega margt, geðsjúkdóma, MND, mænuskaða, blindu, heyrnaleysi, vöðvarýrnun, þroskahömlun, ADHD o.s.frv. Það getur verið mikil fötlun og valdið einstaklingi verulegum erfiðleikum í lífinu að vera mjög lesblindur og fá ekki verkfæri til að „díla“ við lesblinduna. Það er ekki langt síðan einstaklingar voru afskrifaðir í skóla vegna lesblindu og þeir settir í tossabekki, eldklárir og skapandi einstaklingar sem kerfið skilaði brotinni sjálfsmynd og brostnum framtíðarvonum. Þarna tala ég um falda fötlun sem sést ekki utan á fólki. Sem betur fer hefur okkur farið fram þannig að í dag fá flest börn aðstoð og geta því haldið nokkuð heil út í lífið. Við sem samfélag erum að missa af frábærum, öflugum einstaklingum þegar við hugsum ekki út fyrir boxið, hugsum ekki í lausnum heldur í vandamálum og útilokum þar með fullt af fólki frá tækifærum lífsins. Og það er stór missir. Fatlaðar konur og fatlað fólk yfirleitt á erfitt með að fá störf við hæfi. Þar spila fordómar og þekkingarleysi stórt hlutverk. Bjóða þarf sveigjanleg störf og viðeigandi aðlögun og umfram allt þarf samfélagið að sýna hugrekki og takast á við að tryggja möguleika fatlaðra kvenna til atvinnuþátttöku. Ég trúi því að við getum flest verið sammála um að vinnustaðir séu líklegri til árangurs og betri afkomu sem hafa á að skipa fjölbreyttri flóru starfsfólks, bæði fólks af erlendum uppruna, konur, karlar, kynsegin og hinsegin, og fatlað fólk sem getur verið allt það sem upp er talið, með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar koma mörg sjónarmið og sjónarhorn saman. Þar er víðsýni mikil og fólk með allskonar lausnir og nýjar nálganir á ýmis mál sem upp koma. Það er dýrmætt fyrir fyrirtæki og það er dýrmætt fyrir samfélagið. ÖBÍ réttindasamtök hafa barist lengi fyrir bættri stöðu fatlaðs fólks en í þeim hópi standa t.d. fatlaðar konur verst gagnvart hverskyns mismunun og ofbeldi. Breytum því! Konur um og yfir fimmtugt er sá hópur sem kemur stærstur inn á örorku á hverju ári, og við verðum að skilja hvað veldur og við verðum að gera úrbætur. Þessar konur eiga það flestar sammerkt að vera einstæðar mæður, hafa unnið láglaunastörf, jafnvel fleira en eitt og hafa að auki annast um nákominn ættingja. Það er ekki boðlegt að konur missi heilsu og starfsþrek á besta aldri sökum þrælkunar. Breytum því! Þið kæru konur, þið eruð hreyfiaflið, þið getið breytt svo miklu. Þið getið jafnað möguleika fólks, ráðið inn fatlað fólk – allskonar fólk í ykkar fyrirtæki og vinnustaði. Greitt götu þeirra sem þurfa viðeigandi aðlögun, jöfnun og sanngirni. Þið getið skapað verðmæti sem er dýrmætara en margt annað – samfélag þar sem öll tilheyra. Til hamingju með alþjóðadag kvenna! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar