Breytt virðismat starfa sem leið að launajafnrétti Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:00 Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun