Hjálpum þeim. Já, en hvernig? Ólafur Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 08:31 Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun