Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2023 18:27 Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“ Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“
Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34