Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2023 14:14 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32