Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 12:50 Prigozhin ávarpaði Vólódímír Selenskí í myndskeiði fyrir helgi og hvatti forsetann til að draga hermenn sína til baka frá Bakhmut. AP/Prigozhin Press Service Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira