Skúli Jónsson, stöðvarstjóri í Hafnarfirði, segir björgunarsveitarfólk munu koma að leitinni síðdegis í dag. Fjörur verði gengnar á Álftanesi, Bessastaðanesi og sömuleiðis í Kópavogi. Notast verður við dróna og báta við leitina.
Stefáns Arnars hefur verið leitað frá því á föstudag. Hann er 44 ára, búsettur í Arnarhrauni í Hafnarfirði og síðast var vitað um ferðir hans síðdegis á fimmtudag.
Þau sem geta gefið upplýsingar sem tengjast málinu eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.