Stuðningur Íslands mikilvægur til að standa vörð um mannréttindi í ljósi loftslagsbreytinga Finnur Ricart Andrason, Inga Huld Ármann, Unnur Lárusdóttir og Rebekka Karlsdóttir skrifa 6. mars 2023 10:30 Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Finnur Ricart Andrason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun