Stuðningur Íslands mikilvægur til að standa vörð um mannréttindi í ljósi loftslagsbreytinga Finnur Ricart Andrason, Inga Huld Ármann, Unnur Lárusdóttir og Rebekka Karlsdóttir skrifa 6. mars 2023 10:30 Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Finnur Ricart Andrason Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun