Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 20:04 Fallegar lopapeysur í Gömlu Þingborg en 60 konur víðs vegar um landið prjóna peysurnar fyrir verslunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi
Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira