Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 15:06 Pétur Bergþór Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. Blönduós er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.
Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira