Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2023 17:31 Vincent Kompany mun taka við sem knattspyrnustjóri Manchester City einn daginn. Anthony Devlin/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira