Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2023 17:31 Vincent Kompany mun taka við sem knattspyrnustjóri Manchester City einn daginn. Anthony Devlin/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Kompany er í dag knattspyrnustjóri Burnley þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur. Burnley og Manchester City mætast einmitt í átta lið úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 18. mars næstkomandi. „Hans örlög eru að stýra Manchester City einn daginn. Það er skrifað í skýin,“ sagði Guardiola um sinn fyrrum leikmann. „Fyrr eða síðar mun hann stýra þessu liði. Það mun gerast. Ég veit ekki hvenær, en það mun gerast. Ég finn það á mér,“ bætti Spánverjinn við. Pep Guardiola: “Vincent Kompany will be Man City manager one day, I think it’s written in the stars, it’s gonna happen” 🔵 #MCFC“Sooner or later he will be City manager, I am not sure when. I have not spoken to him but he knows the club. The destiny is there...”. pic.twitter.com/rxTsENWAHK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023 Kompany tók við Burnley í júní á síðasta ári og hefur náð frábærum árangri með liðið. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með tólf stiga forskot og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í deild þeirra bestu á ný. Undir stjórn Kompany hefur liðið aðeins tapað tveimur deildarleikjum á tímabilinu og er nú komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er ótrúlegur. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur gert því B-deildin er erfið vegna þess hversu margir leikir eru á tímabilinu.“ „Þeir eru nálægt því að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni aftur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með hversu góðum árangri hann hefur náð,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti