Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2023 09:01 Koppaþjálfun ungabarna er lítið þekkt hér á landi. egill aðalsteinsson Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni Samkvæmt óformlegri rannsókn fréttamanns notar eitt ungabarn um tíu bleyjur á dag. Sem eru hátt í sjötíu á viku, 280 á mánuði og um þrjú þúsund á ári. Í kringum fjögur þúsund börn fæðast hér á landi á ári hverju. Hvert barn notar bleyju í um tvö til þrjú ár sem þýðir að tugir milljóna bleyja enda í ruslinu ár hvert sem eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir fólk með loftslagskvíða. Lesa í merki Taubleyjur hafa verið umhverfisvænn kostur á markaðnum síðustu ár en undanfarið hefur borið á því að foreldrar tileinki sér upp að vissu marki bleyjulaust uppeldi. Vel þekkt erlendis en minna borið á því hér á landi. EC eða Elimination communication er á íslensku sú aðferð þar sem foreldrar eða umönnunaraðilar lesa í tjáningu barns og veita því tækifæri til að nota kopp í stað þess að reiða sig á bleyju, í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Þjálfunin felur í sér að foreldrar læri að lesa merki sem börn gefa frá sér áður en þau þurfa að gera þarfir sínar. Sóley Meyer hefur tileinkað sér bleyjulaust uppeldi en dóttir hennar var þriggja mánaða þegar hún byrjaði að venja hana á að nota kopp. Sóley segir að merkin sem börn gefi frá sér geti verið allskonar, allt frá óróleika og upp í grátur. „Maður þarf að læra á barnið sitt, alveg eins og þú þarft að læra á það þegar það þarf að borða, drekka og sofa. Það sýnir þessi merki þegar það er þreytt og svangt og það gerir það nákvæmlega sama þegar það þarf á koppinn,“ segir Sóley Sævarsdóttir Meyer, móðir. Sóley Sævarsdóttir Meyer hefur vakið athygli á bleyjulausu uppeldi.egill aðalsteinsson Notaði kopp tíu vikna Tíu mánaða gamall sonur Söru notar kopp að staðaldri en hann var tíu vikna þegar hún byrjaði að kenna honum að nota koppinn. Þá hafði hann átt erfitt með að taka brjóst og skellti sér iðulega aftur á bak þegar á brjóstagjöf stóð. „Ég var hrædd um að hann væri að hafna brjóstinu. Ég fór að skoða aftur EC og þá sá ég að það er mjög algengt að börn vilja fara af brjósti ef þau þurfa að pissa eða kúka sem er mjög skiljanlegt því maður vill kannski ekki vera að drekka þegar maður er alveg í spreng. Þannig ég ákvað bara að prufa með poppskál sem ég átti heima og setti hana á. Hann kúkaði og pissaði í fyrsta sinn sem ég prufaði og þá var bara ekki aftur snúið,“ segir Sara Anita Scime, móðir. Taubleyjur til vara Sonur hennar fer yfirleitt í gegnum tvær taubleyjur á dag en þær notar hún einungis til vara. „Þannig eru bleyjur þróaðar til að byrja með. Þetta á ekki að vera það sem þú pissar eða kúkar í heldur sem backup. Þegar börn eru lítil, yngri en hann þá gefa þau frá sér merki þegar þau þurfa að pissa eða kúka. Alveg eins og þau gefa merki þegar þau eru svöng, þreytt. En þetta er merki sem okkur hefur ekki verið kennt að sjá,“ segir Sara. Sonur Söru byrjaði að nota kopp tíu vikna.egill aðalsteinsson Aðferðarfræðin er þó ekki óumdeild en einhverjir hafa áhyggjur af því að börn sem alast upp við hana eigi síðar meir erfitt með að halda í sér. Sóley gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir hana að miklu leyti drifna áfram af bleyjufyrirtækjum. Kostnaðarsjónarmið Sjálf heldur hún úti Instagram reikningi ásamt því sem hún stendur fyrir námskeiðum en hún segir aðferðarfræðina njóta vaxandi vinsælda. Flestir sem heyri af henni hafi ekki haft hugmynd um að hægt væri að kenna ungabarni að nota kopp. Mikill kostur sé fólginn í því að þurfa ekki að leggja út fyrir fjölmörgum bleyjum auk umhverfissjónarmiða og þá komast foreldrar hjá stífri koppaþjálfun frá grunni þegar barnið er orðið tveggja til þriggja ára. En er þetta ekki brjálæðislega mikil vinna ofan á það að eiga ungabarn? „Ég get alveg skilið foreldra sem halda það. Kannski fyrst þegar maður byrjar þá virkar þetta rosalega yfirþyrmandi en ég myndi segja þetta í raun miklu léttara heldur en að skipta á öllum þessum bleyjum. Þó þú sért bara að gera þetta hluta til þá hættir barnið yfirleitt að kúka í bleyjuna, það byrjar yfirleitt alltaf að kúka í kopp.“ Börn og uppeldi Umhverfismál Fjármál heimilisins Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Samkvæmt óformlegri rannsókn fréttamanns notar eitt ungabarn um tíu bleyjur á dag. Sem eru hátt í sjötíu á viku, 280 á mánuði og um þrjú þúsund á ári. Í kringum fjögur þúsund börn fæðast hér á landi á ári hverju. Hvert barn notar bleyju í um tvö til þrjú ár sem þýðir að tugir milljóna bleyja enda í ruslinu ár hvert sem eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir fólk með loftslagskvíða. Lesa í merki Taubleyjur hafa verið umhverfisvænn kostur á markaðnum síðustu ár en undanfarið hefur borið á því að foreldrar tileinki sér upp að vissu marki bleyjulaust uppeldi. Vel þekkt erlendis en minna borið á því hér á landi. EC eða Elimination communication er á íslensku sú aðferð þar sem foreldrar eða umönnunaraðilar lesa í tjáningu barns og veita því tækifæri til að nota kopp í stað þess að reiða sig á bleyju, í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Þjálfunin felur í sér að foreldrar læri að lesa merki sem börn gefa frá sér áður en þau þurfa að gera þarfir sínar. Sóley Meyer hefur tileinkað sér bleyjulaust uppeldi en dóttir hennar var þriggja mánaða þegar hún byrjaði að venja hana á að nota kopp. Sóley segir að merkin sem börn gefi frá sér geti verið allskonar, allt frá óróleika og upp í grátur. „Maður þarf að læra á barnið sitt, alveg eins og þú þarft að læra á það þegar það þarf að borða, drekka og sofa. Það sýnir þessi merki þegar það er þreytt og svangt og það gerir það nákvæmlega sama þegar það þarf á koppinn,“ segir Sóley Sævarsdóttir Meyer, móðir. Sóley Sævarsdóttir Meyer hefur vakið athygli á bleyjulausu uppeldi.egill aðalsteinsson Notaði kopp tíu vikna Tíu mánaða gamall sonur Söru notar kopp að staðaldri en hann var tíu vikna þegar hún byrjaði að kenna honum að nota koppinn. Þá hafði hann átt erfitt með að taka brjóst og skellti sér iðulega aftur á bak þegar á brjóstagjöf stóð. „Ég var hrædd um að hann væri að hafna brjóstinu. Ég fór að skoða aftur EC og þá sá ég að það er mjög algengt að börn vilja fara af brjósti ef þau þurfa að pissa eða kúka sem er mjög skiljanlegt því maður vill kannski ekki vera að drekka þegar maður er alveg í spreng. Þannig ég ákvað bara að prufa með poppskál sem ég átti heima og setti hana á. Hann kúkaði og pissaði í fyrsta sinn sem ég prufaði og þá var bara ekki aftur snúið,“ segir Sara Anita Scime, móðir. Taubleyjur til vara Sonur hennar fer yfirleitt í gegnum tvær taubleyjur á dag en þær notar hún einungis til vara. „Þannig eru bleyjur þróaðar til að byrja með. Þetta á ekki að vera það sem þú pissar eða kúkar í heldur sem backup. Þegar börn eru lítil, yngri en hann þá gefa þau frá sér merki þegar þau þurfa að pissa eða kúka. Alveg eins og þau gefa merki þegar þau eru svöng, þreytt. En þetta er merki sem okkur hefur ekki verið kennt að sjá,“ segir Sara. Sonur Söru byrjaði að nota kopp tíu vikna.egill aðalsteinsson Aðferðarfræðin er þó ekki óumdeild en einhverjir hafa áhyggjur af því að börn sem alast upp við hana eigi síðar meir erfitt með að halda í sér. Sóley gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir hana að miklu leyti drifna áfram af bleyjufyrirtækjum. Kostnaðarsjónarmið Sjálf heldur hún úti Instagram reikningi ásamt því sem hún stendur fyrir námskeiðum en hún segir aðferðarfræðina njóta vaxandi vinsælda. Flestir sem heyri af henni hafi ekki haft hugmynd um að hægt væri að kenna ungabarni að nota kopp. Mikill kostur sé fólginn í því að þurfa ekki að leggja út fyrir fjölmörgum bleyjum auk umhverfissjónarmiða og þá komast foreldrar hjá stífri koppaþjálfun frá grunni þegar barnið er orðið tveggja til þriggja ára. En er þetta ekki brjálæðislega mikil vinna ofan á það að eiga ungabarn? „Ég get alveg skilið foreldra sem halda það. Kannski fyrst þegar maður byrjar þá virkar þetta rosalega yfirþyrmandi en ég myndi segja þetta í raun miklu léttara heldur en að skipta á öllum þessum bleyjum. Þó þú sért bara að gera þetta hluta til þá hættir barnið yfirleitt að kúka í bleyjuna, það byrjar yfirleitt alltaf að kúka í kopp.“
Börn og uppeldi Umhverfismál Fjármál heimilisins Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira