Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:50 Teikning af hinni fyrirhuguðu uppbyggingu. Reykjavíkurborg Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. Síðastliðið sumar samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir KR-svæðið. Líkt og fjallað var um á Vísi árið 2017 er töluverð uppbygging í kortunum á svæðinu. Umræddu svæði verður breytt úr hreinu íþróttasvæði í svæði með allt að 100 íbúðum auk þjónustu á jaðrinum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við hina fyrirhuguðu uppbyggingu. Þannig kærðu húsfélögin Meistaravöllum 33 og 35 ákvörðu borgarráðs að samþykkja deiliskipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var farið fram á að ákvörðunin yrði ógilt. Kaplaskjólsvegur í uppfærðri mynd.Reykjavíkurborg Málsrök húsfélaganna voru á þá leið að bílastæðum myndi fækka og bílaumferð aukast í tengslum við umfangsmikil íþróttamannvirki. Þá væru skuggavarpsteikningar villandi auk ýmissa annarra athugasemda. Ljóst væri að hagsmunir KR hafi einir verið hafðir að leiðarljósi. Borgin svaraði því hins vegar til að unnið hafi verið samgöngumat fyrir svæðið sem hafi tilgreint æskilegan fjölda bílastæða. Rétt væri að á vissum tíma yrði mikill fjöldi gesta á svæðinu, enda um íþróttasvæði að ræða. Umrætt samgöngumat skilgreini hins vegar áætlun fyrir Reykjavíkurborg og KR sem miðaði að því að stjórna umferð og notkun innviða svæðisins þegar stærri viðburðir færu fram. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu húsfélaganna tveggja. Taldi nefndin meðal annars að umrædds deiliskipulags á skuggavarp hafa verið könnuð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerða. Nágrannadeilur Skipulag Reykjavík KR Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Síðastliðið sumar samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir KR-svæðið. Líkt og fjallað var um á Vísi árið 2017 er töluverð uppbygging í kortunum á svæðinu. Umræddu svæði verður breytt úr hreinu íþróttasvæði í svæði með allt að 100 íbúðum auk þjónustu á jaðrinum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við hina fyrirhuguðu uppbyggingu. Þannig kærðu húsfélögin Meistaravöllum 33 og 35 ákvörðu borgarráðs að samþykkja deiliskipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var farið fram á að ákvörðunin yrði ógilt. Kaplaskjólsvegur í uppfærðri mynd.Reykjavíkurborg Málsrök húsfélaganna voru á þá leið að bílastæðum myndi fækka og bílaumferð aukast í tengslum við umfangsmikil íþróttamannvirki. Þá væru skuggavarpsteikningar villandi auk ýmissa annarra athugasemda. Ljóst væri að hagsmunir KR hafi einir verið hafðir að leiðarljósi. Borgin svaraði því hins vegar til að unnið hafi verið samgöngumat fyrir svæðið sem hafi tilgreint æskilegan fjölda bílastæða. Rétt væri að á vissum tíma yrði mikill fjöldi gesta á svæðinu, enda um íþróttasvæði að ræða. Umrætt samgöngumat skilgreini hins vegar áætlun fyrir Reykjavíkurborg og KR sem miðaði að því að stjórna umferð og notkun innviða svæðisins þegar stærri viðburðir færu fram. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu húsfélaganna tveggja. Taldi nefndin meðal annars að umrædds deiliskipulags á skuggavarp hafa verið könnuð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerða.
Nágrannadeilur Skipulag Reykjavík KR Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira