„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 17:45 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Stöð 2 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar. „Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira