Engri losun vegna kola sópað undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 07:00 Kol eru meðal annars notuð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þau eru ekki lengur talin með í tölum Orkustofnunar um frumorkunotkun. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira