Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 09:05 Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07