Það gekk mikið á undir lokin eins og vanalega í handboltastríði þessara fornu fjenda í Firðinum. Seinni bylgjan skoðaði lokakafla leiksins og þá sérstaklega síðustu sókn Hauka.
Adamn Haukur Baumruk reyndi þá skot að marki. FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Jóhann Birgir Ingvarsson keyrðu út í hann og Jón Bjarni Ólafsson varði síðan skotið í vörninni.
„Sjáið Jón Bjarna þarna. Hann er bara inn í teig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.
„Svo er náttúrulega bara brotið á honum. Hvernig er þetta talið vera frítt skot,“ spurður Stefán Arni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.
„Við vorum heppnir þarna, sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, en hann er FH-ingur.
„Ég skal lofa ykkur því að Haukamenn eru brjálaðir yfir þessum dómi því fyrir tveimur vikum síðan þá tapa þeir á svona atviki. Stjarnan fær þá víti og jafnar leikinn,“ sagði Arnar Daði.
„Ég skil Haukamenn mjög vel því þarna vildu þeir bara fá víti. Réttur dómur er bara réttur dómur. Það hefði samt verið grátlegt að dæma víti af því að Jón Bjarni stóð þarna millimetra inn í teig. Svo er spurning hver hann sé inn fyrir línuna þegar hann hoppar upp,“ sagði Arnar.
„Adam er í kontakt og er lengi að skjóta. Það er því spurning hvort Jón Bjarni sé lentur,“ sagði Theódór Ingi og bætti við:
„Það á alla vega að dæma fríkast þarna,“ sagði Theódór.
Hér fyrir neðan má sjá lokakaflann og umræðuna í Seinni bylgjunni.