„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 20:14 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25