Notendur með Anna Kristín Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar