Innlent

Héldu á­rásar­manni niðri á meðan beðið var eftir lög­reglu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn var vistaður í fangaklefa eftir árásina.
Maðurinn var vistaður í fangaklefa eftir árásina. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var í líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í gær í umdæmu lögreglunnar á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Vegfarendur héldu árásarmanninum niðri þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni lögreglunnar milli klukkan fimm í gær og fimm í nótt. Ekki kemur fram hvar líkamsárásin átti sér nákvæmlega stað eða klukkan hvað. 

Tilkynnt var um aðra líkamsárás í Breiðholti. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við aðila málsins. 

Þó nokkrar tilkynningar bárust lögreglunni á lögreglustöð 1, sem sér um Seltjarnarnes og Austur-, Mið- og Vesturbæ Reykjavíkur, um fólk í annarlegu ástandi. Enginn þeirra var vistaður í fangaklefa. Tilkynnt var um umferðaróhapp í miðbænum þar sem tveir bílar skullu saman. Engin slys voru á fólki en annar bíllinn var óökufær eftir slysið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×