Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 07:32 Thad McFadden með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær. Hann var ein af hetjum georgíska liðsins í gær en hefði getað breyst í skúrk í blálokin. FIBA Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna. Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira