Innlent

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Ýmis mál koma á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni.
Ýmis mál koma á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglu og gistu þrír fangageymlur samkvæmt dagbók hennar. Tilkynnt var um líkamsárás í póstnúmeri 103. Áverkar þess sem varð fyrir henni voru ekki taldir alvarlegir og rannsakar lögregla málið. Önnur líkamsárás var framin í miðborginni þar sem einn slasaðist, þó ekki alvarlega.

Maður sem tilkynnt var um að væri í annarlegu ástandi á gistiheimili í póstúmeri 105 lét öllum illum látum þegar lögreglu bar að garði. Hótaði hann lögreglumönnum. Hann fékk að gista fangageymslu lögreglunnar.

Í póstnúmeri 104 var tilkynnt um æstan og ógnandi mann með gasgrímu. Lögregla segist hafa farið á vettvang en ekki kemur fram hvað manninum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×