„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 23:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira