„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 21:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31