Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 20:16 Móðirin kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“