Handbolti

Auðvelt hjá Álaborg gegn Sönderjyske

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg í kvöld. Vísir/Getty

Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Álaborg sem lagði Sönderjyske auðveldlega í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Fyrir leikinn í kvöld var Álaborg með tveggja stiga forskot á meistara GOG á toppi deildarinnar en Sönderjyske sat í tíunda sætinu.

Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi. Álaborg var komið í 9-1 forystu eftir rúmar tíu mínútna leik og þó Stjarnan hafi tapað fyrir ÍBV í Olís-deildinni í vikunni eftir að hafa verið í nákvæmlega sömu stöðu þá fóru leikmenn Álaborgar ekki svo illa að ráði sínu.

Álaborg leiddi 18-12 í hálfleik og Aron Pálmarsson þá kominn með þrjú mörk.

Í síðari hálfleiknum náði Álaborg mest fimmtán marka forskoti og vann að lokum mjög svo öruggan sigur, lokatölur 34-23.

Aron Pálmarsson endaði leikinn með þrjú mörk úr sex skotum auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. Lukas Sandell var markahæstur hjá Álaborg með sjö mörk og Mads Hangaard skoraði sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×