Samgöngusáttmáli á gatnamótum Birkir Ingibjartsson skrifar 24. febrúar 2023 13:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun